ÓTRÚLEGT EN SATT

Jæja kæru og elskulegu.

Nú er það ekki öðruvísi en svo að við verðum 25 ára gagnfræðingar á vori komanda, hvur skildi trúa því?....Er ekki með ólíkindum hvað tíminn líður hratt og við, að okkar áliti, eldumst hægt?????

Nú er mál að gleðjast og fagna svo um munar, og var ég á síðustu samkomu okkar sett  í það starf að kalla saman stórgóða nefnd sem á að skipuleggja fögnuð mikinn.  Nefndina skipa auk mín Helgi Jóhannsson stórgóður og glæsilegur piltur, sonur Jóa löggu, og gott ef hann er ekki ættaður úr Flóanum, Sigríður Morthens, dóttir Gústa í veiðibúðinni, yndisleg frauka sem reyndar flutti suður til Reykjavíkur,  Jóhannes Larsen, broskall sem býr í grend við Sigríði fyrir sunnan, Margrethe Andreasen undurfríð og flýgur um loftin blá og ef mig misminnir ekki er hún dönsk í aðra og síðust en ekki síst Camilla Guðmunda, sem er fjárbóndi í félagi við sinn mann, austrí sveit og hver man ekki eftir Óla Bjarna föður hennar?  

Við höfum nú haldið okkar fyrsta fund sem gekk ákaflega friðsamlega fyrir sig, og voru hugmyndir okkar margar og góðar.  Fljótlega mun birtast hér áætluð dagsetning af fyrirhugaðri skemmtun svo og fréttir af fólki, aðbúnaði þess og bankainnistæðum:)

Það er von okkar og trú að þið sem sjáið og kannist við okkur hér í '68 árganginum látið fagnaðarerindið berast og endilega skrifið eitthvað á þessa síðu sem er ekki síður sett upp fyrir ykkur en okkur:) 


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já ég vissi nú allveg þegar við gamla nefndin skipuðum í þessa nefnd að við gætum átt von á mikilli skemmtun,úrvals fólk innanborðs og hrein snilld að stofna þessa síðu,verum nú dugleg að skrifa og sameinast um að hlakka til hátíðarinnar miklu.

Bestu kveðjur

Hrönn "68

Hrönn (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 20:50

2 identicon

Vá hvað það var gaman hjá okkur á síðasta ríjúníon :) Vona bara að fleiri sjái sér fært að mæta næst í tilefni af þessu stórútskriftarafmæli okkar :) Og það er sko alveg á hreinu að þessi nefnd klikkar ekki á góðu fjöri ;)

Kveðjur til ykkar

Bryndís (Binna) "68

Bryndís (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 14:01

3 identicon

Og hvenær á þetta svo að vera?

Mundi (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 16:57

4 identicon

Sæl og blessuð

 Loksins gaf ég mér tíma til að kíkja á þessa snilld . En ég lumma á nefanginu hennar Öddu og var nú að reyna að senda henni Millu minni netfangið en það gekk ekki er bankinn kanski hættur að sponsera í netföng. En hér kemur netfangið hennar Öddu.

addaoghejdi@privat.dk

Sigga Morthens (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 21:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband