Sem ég sit hér við gamla singler spectrum tækið mitt sem er díselknúið og splittað að aftan er ég bara allt í einu búin að senda ykkur öllum boð á fyrirhugaða hátíð sem áætlað er að halda í upphafi ókomins árs. Það er ekki loku fyrir það skotið að maður komist nú bara við, verði hrærður, svo þakklátur er maður almættinu fyrir þekkingu og hugbúnað nútímafólks. Það flæktist nú ekki fyrir manni tæknin hér í denn í GSS þegar maður var að uppgötva lítil tæki sem kölluðust tölvuleikir, svo litlir að þeir fóru vel í milletúlpuvasa, MAN EINHVER HVAÐ ÞAU TÆKI HÉTU? og Daddi í daddabúð reiknaði út hvað sinalco og lakkrísrör kostaði, á blaði með blýanti. En auðvitað nutum við góðs af JR og Mexikananum það var ekki peningaskorturinn í þá daga enda vissum við ekki hvað verðbréf væru og eina sem ég þekkti ,var Super-pacman, snikkers og appelsín. Þetta var nú meiri sælan og áhyggjulaust var það. Þó man ég nú eftir verkfalli í skólanum eitt sinn en það var þó ekki það versta því verra var þegar sígaretturnar kláruðust í landinu og við þurftum að troða í pípu því píputóbak var það eina sem var til í landinu það misserið ..Það þótti nokkuð svalt að sitja á JR með pípu í annari og malt í hinni.
En auðvitað er maður farinn að reskjast og minnið orðið ögn glopótt svo ljúft væri að þið deilduð minningum og bæruð upp spurningar sem við í sameiningu myndum púsla saman fram að hátíðinni mikluJ
Sem sagt fyrsta boð er farið í loftið og við í nefndinni vonum að það komist til skila. Okkur hefur ekki tekist að hafa uppá örfáum nemendum en ef einhver veit netföng hjá þeim eru þær upplýsingar vel þegnar.
Ásdís Íshólm, Hrund Péturs, Jóhann Haukur, Róbert Bjargarson og Helga Bára .
Þar sem við í nefndinni höfum ákaflega miklar mætur á gömlum orðum og setningum höfum við ákveðið að birta hér eftir nokkur sem við biðjum ykkur að leggja á minnið því hugsunin er svo sú að hafa leik á hátíðinni, jafnvel á milli bekkja, þar sem veitt verða vegleg verðlaun fyrir flest rétt svör. Í kreppu er ódýrast að hafa skemmtiatriði sem flest heimatilbúinJ
Hér koma fyrstu orðin og setningarnar.
Sóttar-buxur = saurug ull á kindarrassi.
Þúfnalúra = steinsmuga, niðurgangur.
Að taka upp undir = að verða ófrísk
Þvengja-lengja = langur mjór maður.
Raddar-stafur = Sérhljóði. (bragfræði)
Okkur er það bæði hollt og skylt, fyrir aldurs sakir að kunna og gera gömlum og góðum orðum greinagóð skil
Þangað til næst knús frá nefndinniJ
Flokkur: Menntun og skóli | 25.11.2008 | 01:05 | Facebook
Bloggvinir
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Meiriháttar að heyra frá fjörugum íslendingum á svona dimmum morgni í Finnlandi. Ég kom á bekkjarmótið fyrir fimm árum og skemmti mér meiriháttar vel. Ég ætla að gera allt til að komast núna líka. Vinnufélagar mínir eru með áhyggjur af íslelndingum og spurja hvort þeir eigi að senda með mér ullasokka og kartöflur til Íslands....vonandi er ástandið ekki svo slæmt!!?
Hali ja pusu einsog þeir segja hér í Finnlandi (faðm og knús) :):)
Guðrún Kristmanns :)
Guðrún Kristmannsdottir (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 07:01
ha ha :) Finnar eru gæðafólk. Það gæti verið gott að eiga þá að:) en við erum sem fyrr bjartsýn:).......nú við flytjum annars bara í stórum stíl til Finnlands:)
kv Stjarnan
Arna Stjarna (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 12:14
Islenskan virkar ekki a thessu drasli,vonandi skiljid thid thetta%&#"!.
Mikid væri gaman ad koma og hitta ykkur,øll,en vegna ovissu med vinnuna kemst eg ørugglega ekki i thetta sinn. Eg sat timum saman og reindi ad muna nøfnin a ykkur eg aldurinn.........eg flutti thegar eg var 10 ok....
Skemmtid ykkur vel og vonandi fæ eg ad sja myndir.
Kærar kvedjur fra Noregi. Ingvar
Ingvar Olafsson (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 18:44
Já, það er nú það Ingvar minn, þetta með aldurinn...
Ætli stappi ekki nærri að við séum flest svona eitthvað í kringum fertugt...
Látið mig endilega vita ef ég er að fara með einhverja vitleysu!!
Mundi (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 14:23
Hehehe... Stóru strákarnir mínir byrjuðu að kalla mig "kellingu" um leið og ég varð fertug :) Ef einhver reynir að gera grín að "kellingunni" í dag þá misheppnast það algjörlega :) Það virkar ekki að hrekkja mann með einhverju sem maður er sáttur við :) Kelling eða ekki ;)
Bryndís (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 18:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.