Djöfull er að heyra þetta !!!!

Allir 9 fráfarandi ráðherrararnir og aðstoðarmenn þeirra verða á launum út febrúar og þá taka við 6 mánaða biðlaun sem eru jafnhá launum þeirra;.. Hvernig getur þetta fólk sem hrakið er frá þinginu, af mómælendum, haft siðferðisþrek til að taka við öllum þessum launum?? Mér þykir afar trúlegt að þetta fólk þiggi svo þingmannalaun líka nú þegar það starfar á þingi í stjórnarandstöðu.  Svo fá þau laun fyrir nefndarstörf og hlunnindi ýmiskonar....ókei að fá laun fyrir vinnuna sína það er afar eðlilegt en að fá svona og allskonar biðlaun fyrir vinnu sem ekki er verið að vinna er ekki eðlilegt....höfum við skattgreiðendur ekki  nóg samt??

Haaallllóóó, hvað er að ykkur?? Hvernig getið þið horft á spegilmynd ykkar hvern dag um leið og þið skrúbbið á ykkur skítugan skoltinn??  Atvinnuleysingjar, á tíunda þúsund í dag, áttu að fá ,,biðlaunin” sín í gær,  sem eru svona fimmtungur af ykkar biðlaunum, og kerfið hrundi, það hreinlega réði ekki við að borga svona mörgum í einu þótt upphæðirnar væru grátbroslegar.  Mikið væri dásamlegt að kerfið sem sér um að greiða inn á reikninga ykkar, laun sem þið svo sannarlega ,í þessu tilfelli vinnið alls ekki fyrir myndi klikka.  Ja það er öruggt að því yrði kippt strax í liðinn   Og hvað með Davíð hvernig getur hann í óþökk langflestra íslendinga setið á sínum fúla rassi í seðlabankanum??  Svona í alvöru, hvað er að?  Ég þekki engan sem myndi getað setið þarna undir þessum kringumstæðum. Ég óttast að sitthvað sóðalegt eigi eftir að koma undan stólnum hans Davíðs þegar Jóhanna dregur hann nauðugann út....ef það tekst ekki má bara hleypa straumi á helvítis stólinn. Stundum þarf að klára erfið mál með hörku.  Og seðlabankabreytingarnar kosta okkur þræla þessa auma skers á milli tvö og þrjúhundruð milljónir....eftirlaun og biðlaun...og allskonar laun

Hvað gerist með þetta blessaða fólk þegar það kemst inn í þinghúsið?? Gylfi var þess fullviss að afskrifa mætti einhverjar skuldir heimila og fyrirtækja aðspurður um úrræði fyrir stjórnarslit...allir álitu hann þingkost góðan en svo um leið og stóllinn hitnar undir rassgatinu á honum þá sér hann að það er allskostar ómögulegt að hjálpa með þessu móti heimilumog fyrirtækjum ,,,það myndi steypa fjármálum landsins á hausinn. Það er eins og það sé heilaþvottastöð þarna í þinghúsinu okkar...meira að segja Steingrímur heldur kjafti varðandi hvalveiðarnar ..Skammist ykkar óhæfi stjórnarskríll og reynið í það minnsta að sjá sóma ykkar í því að þiggja ekki þau laun sem þið ekki vinnið fyrir.. peninganna er víða þörf í samfélaginu. Skammist ykkar aumi stjórnarlýður sem hefur hert svo að okkur aumum þegnum þessa lands með ófyrirgefanlegri vanhugsun sem stýrt hefur landinu okkar eftirlitslaust í helkalt og grásvart hafið.  Ástarkveðja frá Stjörnunni sem getur ekki hugsað sér að verða fótsnyrtir eða þingmaður
mbl.is Pólitískar hreinsanir og heift
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Þegar fólk missir vinnuna er eðlilegt að það sé með uppsagnarfrest.  sumir vinna hann en aðrir ekki.

Ráðherrar og aðstoðarmenn þeirra eru undarlegt nokk bara fólk eins og ég og þú, og fólk gerir plön og skipuleggur sig m.a. með tilliti til fjárhags.  Ef þú skilur ekki pointið í því að menn eigi rétt a uppsagnafresti etc þegar nb þetta fólk bað EKKI um að missa ráðherraembættin sín, þá máttu bara éta það sem úti frís.

Nafnlaus (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 02:17

2 Smámynd: Arna Stjarna

Hver sem þú ert sem ekki þorir að skrifa undir nafni þá veit ég og skil greinilega betur en þú hvernig þetta virkar:)  Ég þar ekki sem betur fer að éta það sem úti frýs, fráfarandi ráðherrar þurfa þess pottþétt ekki en hinn almenni borgari með sínar aumu bætur gæti þurft að láta sig hafa það

Vertu svo manneskja að skrifa undir nafni bitra mannvera

Arna Stjarna, 4.2.2009 kl. 07:53

3 identicon

Mikið er ég sammála um þetta með Ríkisstjórnina

Nína (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 13:45

4 Smámynd: Davíð Þorvaldur Magnússon

voða er fólk hrætt að koma ekki með nafnið sitt ég er viss um að þess einstaklingur er fyrrverandi ráðherra og pottþétt sjálfstæðismaður vona nú Arna mín að þú kjósir rétt næst

Davíð Þorvaldur Magnússon, 4.2.2009 kl. 23:52

5 Smámynd: Arna Stjarna

Já ég er sammála pottþétt sjálfstæðismaður:) og ég ætla að vanda mig í kjörklefanum;) ,,,,

Arna Stjarna, 5.2.2009 kl. 08:19

6 Smámynd: Anna S. Árnadóttir

Jæja elskurnar, munið bara að elska friðinn og strjúka kviðinn sagði hún amma mín alltaf...og hún kaus nú bara eftir útlitinu enda er það eina sem hægt er að treysta á þessa dagana...ástin á valdin er svo sterk að hún drepur hugsjónir manna og slekkur eldmóðinn í brjóstum kvenna...

Því miður held ég að við séum jafnilla sett með þessa ríkisstjórn og hina... við þurfum að fá þjóðstjórn þar sem fólk er valið eftir getu og hæfileikum en ekki pólitískum hrókeringum...

Frost er úti fuglinn minn, til hamingju litla sys að vera komin í bloggheiminn en ég vil gera athugasemd við að þú auðkennir þig sen meðalgreindan Sunnlending!!! Þú ert einhver alskemmtilegasta og gáfaðsta kona sem ég veit um...og ekki bara á Suðurlandi heldur liggur meira undir...ég hef heyrt talað um eina í Ameríku sem kemst eitthvað nálægt þér en aðrar standa langt að baki þér mín kæra

Anna S. Árnadóttir, 5.2.2009 kl. 13:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband